Dansleikur
Höfundur: Örn Friðriksson
Textahöfundur: Friðrik Steingrímsson
Í dans, í dans,
í örmum unnustans,
út á gólfið svíf ég sæl
í samba og Óla skans.
Í dans, í dans,
ég flýg í faðmi hans.
Ærslin taka yfirráðin,
aldrei verður stans.
Í kvöldhúminu kærastinn
fær mjúkan koss á vör,
því ekkert þarf að óttast
sé ástin með í för.
Tryggðaböndin töfrahnútum
hraustum eru hnýtt.
þeim ekkert böl fær bifað,
þó brautin reynist grýtt.
Út á gólfið allir fara,
enginn sitja má.
Ef dátt er stiginn dansinn,
þá dafnar lífsins lífsþrá.
Í kvöld í kvöld,
þá gleðin grípur völd.
Skyldi svona skemmtun verða
skráð á söguspjöld?
í kvöld, í kvöld,
við tryllta tóna fjöld,
frjáls ég vildi fá að dansa
fram á næstu öld.
Í kvöldhúminu kærastinn
fær koss á mjúka vör
því ekkert þarf að óttast,
sé ástin með í för.
Tryggðarböndin töfrahnútum
traustum eru hnýtt.
þeim ekkert böl fær bifað,
þó brautin reynist grýtt.
Gleðin skín úr allra augum
örvar töframátt,
því tónlistin er til þess,
að tryggja frið og frið sátt.
Ó nótt, ó nótt
þú líður furðu fljótt.
Til að dansa allir eiga
eftir nægan þrótt.
Ó,nótt, ó,nótt,
þú skapar gleðignótt.
Kinn við kinn í lokalagið
líðum hægt og hljótt.